Yfir 20 stiga hiti

Oddsskarð.
Oddsskarð. mbl.is/GSH

Hiti er nú um og yfir 20 stig víða á Norður- og Austurlandi. Þannig er nú 20,5 stiga hiti í Oddsskarði, 20,2 stiga hiti á mælum Veðurstofunnar á Akureyri, 20 stiga hiti á Möðruvöllum 19,4 stiga hiti í Vatnsskarði eystra svo nokkuð sé nefnt.

Veðurstofan spáði því að hiti gæti farið í allt að 25 stig á Norðausturlandi í dag. Hlýjast í september hefur orðið 26 stig á Dalatanga árið 1949.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka