Átökin skaða hreyfinguna

Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Borgarahreyfingarinnar, á landsfundinum.
Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Borgarahreyfingarinnar, á landsfundinum. mbl.isÓmar

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við HÍ, segir að verði þingmenn Borgarahreyfingarinnar viðskila við hana hafi hún enga greiða leið að eyrum kjósenda. Þingmennirnir verði þá að mestu án baklands og því ekki björt framtíð fyrir þá fram yfir næstu kosningar.

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast ætla að gefa sér tíma til að ákveða hvort og þá hvernig þeir sjái sér fært að starfa áfram með hreyfingunni.

Landsfundur Borgarahreyfingarinnar samþykkti á laugardag lög fyrir hreyfinguna og segja þingmennirnir að þau gangi í berhögg við uppruna, tilgang og stefnu hennar enda hafi henni nú verið breytt í miðstýrðan stjórnmálaflokk.

Gunnar Helgi segir að spurningin um flokksaga sé klassískt vandamál stjórnmálaflokka, hvernig sjálfstæði þingmanna og samviska þeirra eigi að fara saman við hreyfinguna sem þeir tilheyri. Í þessu sambandi bendir hann á að 1931 hafi Jónas frá Hriflu látið samþykkja lög fyrir Framsóknarflokkinn til þess að koma aga yfir þingflokkinn. Þetta hafi valdið klofningi í flokknum og þeir sem ekki hafi verið tilbúnir að hlýða hafi stofnað Bændaflokkinn.

„Þetta er áhugavert vandamál fyrir stjórnmálaflokk,“ segir Gunnar Helgi og bætir við að hreyfingin endurómi ekki sem fyrr röddina sem hún hafi sprottið upp úr. Gunnar Helgi áréttar að þingmennirnir ráði þingflokknum og það verði fróðlegt að sjá hvernig úr því spilist ef Borgarahreyfingin yrði hreyfing utan þings með sama nafni og þingflokkur sem teldi sig samt ekki í neinum tengslum við hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert