Bjóða lóðir á lágum vöxtum og lengja byggingartíma

Óskar Bergsson.
Óskar Bergsson. mbl.is

„Fram að hruni var eftirspurn eftir lóðum meiri en framboðið. Nú hefur þetta snúist við. Því erum við hjá borginni að setja okkur í nýjar stellingar og á margan hátt er þessi tími ágætur ef hefja skal framkvæmdir,“ segir Óskar Bergsson, formaður borgarráðs.

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um lóðir í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás, það er fyrir einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishús. Verð á byggingarrétti er óbreytt frá því sem var haustið 2006, en þá lækkaði lóðaverð þegar fallið var frá svonefndri útboðsleið.

„Átak í lóðamálum er meðal þeirra möguleika sem við höfum til þess að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik,“ segir Óskar, sem vekur athygli á að lóðahafar geti greitt 85% af verði byggingarréttar með 8 ára verðtryggðu veðskuldabréfi, sem ber 4,0% vexti.

Borgaryfirvöld hafa einnig lengt framkvæmdafrest frá því sem áður var viðmið. Nú er gerð krafa um að hús sé fokhelt innan fjögurra ára í stað tveggja ára og segir Óskar hugsunina þá að húsbyggjendur hafi meira svigrúm til að haga framkvæmdum eftir sínum aðstæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert