Ekki áfellisdómur yfir forsendum OR

mbl.is/Sverrir

KPMG, end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki Orku­veitu Reykja­vík­ur, hef­ur sent Orku­veit­unni bréf þar sem seg­ir, að í minn­is­blaði KPMG, sem lagt var fram í borg­ar­ráði síðastliðinn fimmtu­dag, sé hvergi gefið til kynna að niður­stöður KPMG feli í sér áfell­is­dóm yfir þeim for­send­um, sem gengið var út frá við mat á til­boði Magma Energi í hlut Orku­veit­unn­ar í HS Orku.

Minn­is­blaðið sner­ist um mat á til­boði Magma Energy. Í bók­un, sem gerð var á fundi borg­ar­ráðs seg­ir m.a.: „Svör­in frá KPMG staðfesta full­yrðing­ar full­trúa Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna um að for­send­ur meiri­hlut­ans við nú­v­irðingu til­boðsins séu óeðli­leg­ar."

Orku­veit­an seg­ir, að stjórn­end­ur henn­ar hafi talið nauðsyn­legt að fá skýr­ing­ar á minn­is­blaði KPMG, í ljósi full­yrðinga, sem sett­ar voru fram um efni þess.

KPMG svaraði spurn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins bréf­lega. Eru þar ger­ir at­huga­semd­ir við full­yrðing­ar í bók­un Sam­fylk­ing­ar og VG í borg­ar­ráði og sagt að vill­andi sé að vísa í leggja út af ein­stök­um setn­ing­um í minn­is­blaðinu.   Seg­ist KPMG m.a. árétta, að hvergi í minn­is­blaðinu sé notað það orðalag að for­send­ur meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar við nú­v­irðingu til­boðs Magma séu óeðli­leg­ar.  Hins veg­ar hafi komið fram í niður­stöðum KPMG að viðeig­andi hefði verið að not­ast við nokkuð hærra áhættu­álag við nú­v­irðingu skulda­bréfs­ins en gert var. 

Bók­un­in í borg­ar­ráði

Um­rædd bók­un full­trúa Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna í Borg­ar­ráði var gerð á fundi ráðsins fimmtu­dag­inn 10. sept­em­ber síðastliðinn. Á meðal þess sem þar seg­ir er að svör frá KPMG staðfesti að for­send­ur meiri­hlut­ans við nú­v­irðingu til­boðsins séu óeðli­leg­ar. Í bók­un­inni vitna full­trú­arn­ir í svör KPMG og segja meðal ann­ars:

„Hvorki Magma Energy, Magma Energy Sweden né HS Orka eru með skráð láns­hæf­is­mat. Magma Energy er ungt fé­lag (stofnað 2008) og starfar á til­tölu­lega ung­um markaði sem bygg­ir á ný­legri tækni. Sam­an­b­urður við sam­bæri­leg fé­lög er erfiður. Horf­ur á fjár­málmörkuðum eru ennþá óljós­ar sem end­ur­spegl­ast meðal ann­ars í háu áhættu­álagi skulda­bréfa í sögu­legu sam­hengi. Það er því niðurstaða KPMG að það hefði verið „viðeig­andi að not­ast við nokkuð hærra áhættu­álag við nú­v­irðingu skulda­bréfs­ins en OR not­ast við í sín­um út­reikn­ing­um“.

KPMG staðfest­ir að „eðli­legt sé að not­ast við áhættu­álag ofan á rík­is­tryggða vexti við mat á ávöxt­un­ar­kröfu til nú­v­irðing­ar bréfs­ins“. Varðandi áhrif þess að síðustu staðgreiddu viðskipti í HS Orku voru á geng­inu 4,7 seg­ir í minn­is­blaði KPMG: „að sé gengið út frá þeirri for­sendu að gengið 4,7 end­ur­spegli gang­v­irði hluta­bréfa HS Orku hafi það að öðru óbreyttu áhrif til hækk­un­ar ávöxt­un­ar­kröfu“.

Ámæl­is­vert er að stjórn­ar­formaður OR hef­ur á op­in­ber­um vett­vangi vísað til staðfest­ing­ar KPMG á út­reikn­ing­um meiri­hlut­ans. Nú þegar svör KPMG liggja fyr­ir er þvert á móti ljóst að í þeim felst áfell­is­dóm­ur yfir for­send­um sem gengið er út frá við mat meiri­hlut­ans á til­boði Magma.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert