Inga Lind í nýjum fréttatíma

Inga Lind Karlsdóttir verður aðalþulur nýja fréttatímans.
Inga Lind Karlsdóttir verður aðalþulur nýja fréttatímans. mbl.is/Dagur

Sjón­varps­kon­an Inga Lind Karls­dótt­ir hef­ur verið ráðin fréttaþulur í nýj­um sjón­varps­frétta­tíma Skjá­sEins og Morg­un­blaðsins. Inga Lind verður aðalþulur frétt­anna. „Þetta leggst vel í mig, það er gam­an að taka þátt í nýj­um verk­efn­um," sagði Inga Lind í sam­tali við mbl.is.

 „Þegar fólk fer af stað með nýja og góða hlut þá finnst mér það ein­stakt tæki­færi að fá að vera með," sagði Inga Lind og bætti því við að hún vildi nota þetta tæki­færi og þakka það traust sem henni er sýnt.

„Það er mik­ill heiður að fá jafn far­sæla og reynda sjón­varps­konu með okk­ur í þetta mik­il­væga verk­efni,“ sagði Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, sjón­varps­stjóri Skjás­ins.

Inga Lind verður aðalþulur frétt­anna en þessa dag­ana er unnið er hörðum hönd­um að und­ir­bún­ingi á nýja frétta­tím­an­um og stefnt er að því að út­send­ing­ar hefj­ist í mánuðinum.  Frétt­ir verða sýnd­ar alla virka daga kl. 18:50 og end­ur­sýnd­ar kl. 21:50.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert