„Ísland og ESB ekki jafnsettir aðilar"

Reuters

 „Við get­um ekki borið póli­tíska ábyrgð í aðild­ar­viðræðum, til dæm­is þegar höggva þarf á erfiða hnúta,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son formaður Bænda­sam­taka Íslands. Boðað er að náið sam­ráð verði haft við full­trúa hags­muna­sam­taka og at­vinnu­greina í viðræðum Íslend­inga um aðild að ESB.

Sam­kvæmt þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðild­ar­um­sókn verða sett­ir á lagg­irn­ar níu und­ir­hóp­ar sem fjalla til að mynda um sjáv­ar­út­vegs-, land­búnaðar- og byggðamál og svo fram­veg­is. Bænd­um hef­ur ekki verið boðin þátt­taka í þessu starfi enn sem komið er, að sögn Har­ald­ar. Sama seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem vís­ar til áður­nefndr­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu.

„Við mun­um til­nefna full­trúa gef­ist okk­ur kost­ur á því,“ seg­ir Friðrik. „Vegna aðild­ar­viðræðna var Evr­ópu­sam­bandið núna að senda okk­ur 2.500 spurn­ing­ar. Upp­leggið þar er að við Íslend­ing­ar aðlög­umst reglu­verki sam­bands­ins en get­um engu breytt sjálf­ir í þess ranni. Þetta eru því ekki viðræður tveggja jafn­settra aðila og út­kom­an hlýt­ur að ráðast af því,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son og bæt­ir við að Bænda­sam­tök­in hafi óskað þess við ut­an­rík­is­ráðuneytið að spurn­ing­ar ESB verði kynnt­ar á ís­lensku og rétt eins og svör­in og fram­setn­ing þeirra.

„Afstaðan er skýr, við telj­um að aðild Íslands að ESB komi ekki til álita ef það þýðir að við þurf­um að und­ir­gang­ast fisk­veiðistefnu sam­bands­ins,“ seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son. Fisk­veiðistefn­an feli í sér að laga­setn­ing­ar­vald Alþing­is og for­ræði yfir sjáv­ar­út­vegs­mál­um fær­ist til Brus­sel sem og fyr­ir­svar í samn­ing­um um deili­stofna. Einnig verði tak­mark­an­ir við fjár­fest­ing­um er­lendra aðila í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi ekki þær sömu og nú er.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert