Neysla heimila dregst stöðugt saman

Samkvæmt tölum Seðlabankans var innlend kreditkortavelta í ágúst 24% minni að raunvirði en á sama tíma í fyrra, og erlend kreditkortavelta dróst saman um helming á tímabilinu.

Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka, að minni breytingar hafi hins vegar orðið á debetkortaveltu á sama tíma.

Sé tekin saman kreditkortavelta í heild og debetkortavelta í innlendum verslunum komi í ljós að samdráttur í slíkri kortaveltu í ágúst var 16,5% frá sama mánuði í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka