Óttast að Ramos reyni að flýja

mbl.is/Ásdís

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur yfirgnæfandi lýkur fyrir því að Brasilíumaðurinn Hosmany Ramos muni reyna komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn og fullnustu refsingar, sem bíður hans í hans heimalandinu. Því var þriggja vikna gæsluvarðhalds krafist yfir honum.

Hann mun því sæta gæsluvarðhaldi  til 2. október samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag, líkt og fram hefur komið.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að með bréfi brasilíska sendiráðsins í Osló, sem er dagsett 7. september sl., hafi dóms- og kirkjumálaráðuneytinu borist, framsalsbeiðni brasilískra dómsmálayfirvalda, dagsett 3. september sl.
 
Í framsalsbeiðninni kemur fram að í september árið 1998 hafi Ramos hlotið 30 ára fangelsisdóm fyrir rán, mannrán, skjalabrot og mótþróa við handtöku. Refsingin hafi verið milduð í 24 ár með dómi í nóvember árið 2002.

Á Þorláksmessu 2008 hafi yfirvöld í Brasilíu veitt Ramos leyfi til að dvelja á heimili sínu um jól og áramót. Honum hafi verið borið að hefja að nýju afplánun 3. janúar 2009, en hann hafi ekki skilað sér. Í kjölfarið hafi verið gefin út handtökuskipun og hann eftirlýstur með það fyrir augum að hann yrði framseldur.

Ramos var svo handtekinn á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst sl. við komuna frá Osló  er hann hafi framvísað vegabréfi bróður síns. Ramos var á leiðinni til Kanada. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann til að sæta 30 daga fangelsi fyrir að framvísa vegabréfinu. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka