Rannsóknarmenn á leið til Íslands

Myndin er tekin á JJB leikvanginum í Wigan en íþróttavörukeðjan …
Myndin er tekin á JJB leikvanginum í Wigan en íþróttavörukeðjan JJB klagaði keppinaut sinn Sports Direct. Reuters

Rannsóknarmenn frá Serious Fraud Office (SFO) í Bretlandi, opinberri stofnun sem rannsakar fjársvik, eru á leið til Íslands til að rannsaka tengsl milli gamla Kaupþings og bresku íþróttavörukeðjanna JJB Sports og Sports Direct.

Þetta kemur fram í frétt  Crain's Manchester Business í morgun. Þar segir að Chris Ronnie hafi keypt hlut Davids Whelan í JJB í félagi við íslenska félagið Exista. Til kaupanna hafi verið notað lán frá gamla Kaupþingi.

Ronnie hafi síðan misst hlut sinn þegar bankinn varð gjaldþrota. Í kjölfarið hafi hann horfið frá JJB.  SFO og Office and Fair Trading (OFT), sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum, staðfestu í síðustu viku að stofnanirnar væru að rannsaka íþróttavöruverslanakeðjurnar vegna gruns um ólöglegt verðsamráð.

JJB klagaði keppinaut sinn og afhenti OFT  gögn með því skilyrði að njóta friðhelgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert