Sár í borgarmyndinni

Yfirgefnar byggingalóðir í borginni skapa mikla slysahættu að mati byggingafulltrúa sem segir málin erfið úrlausnar enda eignarhaldið oft ljóst. Magnús Sædal, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, segir að sumt sé komið í gjaldþrot en fylgst sé með þessu til að koma í veg fyrir slys.

Magnús segir hætt við því að auðir húsgrunnar og byggingalóðir verði áberandi í borgarmyndinni næstu árin. Nú stendur til að rífa hús og færa önnur eldri til að koma að stóru hóteli í námunda við Ingólfstorg. 

En afhverju eru ekki allar þessar auðu lóðir notaðar undir nýbyggingar frekar en að fara að flytja gömul hús? Magnús segir að menn byggi á lóðum sem þeir eigi sjálfir. Það geti ekkert stjórnvald komið inn með patent lausn. Það sé  „force majeure" ástand, þá gildi engar reglur og erfitt sé að koma við neinum þvingunum.

Magnús segist sjá mjög marga ljósa punkta við þessa hótelbyggingu. Hús sem megi rífa núna verði vernduð áfram. Þarna hafi brunnið hús, þar á meðal Hótel Ísland sem hefðu væntanlega verið byggð upp aftur ef þau hefðu brunnið á síðustu árum. Þarna hafi verið þröng og einkennandi götumynd sem sé horfin en í staðinn hafi komið þetta Ingólfstorg. Torg sem að hans mati sé ekkert ægilega spennandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert