Sár í borgarmyndinni

00:00
00:00

Yf­ir­gefn­ar bygg­ingalóðir í borg­inni skapa mikla slysa­hættu að mati bygg­inga­full­trúa sem seg­ir mál­in erfið úr­lausn­ar enda eign­ar­haldið oft ljóst. Magnús Sæ­dal, bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­vík­ur, seg­ir að sumt sé komið í gjaldþrot en fylgst sé með þessu til að koma í veg fyr­ir slys.

Magnús seg­ir hætt við því að auðir hús­grunn­ar og bygg­ingalóðir verði áber­andi í borg­ar­mynd­inni næstu árin. Nú stend­ur til að rífa hús og færa önn­ur eldri til að koma að stóru hót­eli í námunda við Ing­ólf­s­torg. 

En af­hverju eru ekki all­ar þess­ar auðu lóðir notaðar und­ir ný­bygg­ing­ar frek­ar en að fara að flytja göm­ul hús? Magnús seg­ir að menn byggi á lóðum sem þeir eigi sjálf­ir. Það geti ekk­ert stjórn­vald komið inn með patent lausn. Það sé  „force maj­eure" ástand, þá gildi eng­ar regl­ur og erfitt sé að koma við nein­um þving­un­um.

Magnús seg­ist sjá mjög marga ljósa punkta við þessa hót­el­bygg­ingu. Hús sem megi rífa núna verði vernduð áfram. Þarna hafi brunnið hús, þar á meðal Hót­el Ísland sem hefðu vænt­an­lega verið byggð upp aft­ur ef þau hefðu brunnið á síðustu árum. Þarna hafi verið þröng og ein­kenn­andi götu­mynd sem sé horf­in en í staðinn hafi komið þetta Ing­ólf­s­torg. Torg sem að hans mati sé ekk­ert ægi­lega spenn­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert