Ísland gæti orðið sjálfbært um alla þá orku sem þarf til að knýja bílaflotann. Hagkvæmt væri að framleiða rafbíla á Íslandi til notkunar hér og til útflutnings, líkt og gert er í Noregi, að mati erlendra sérfræðingar sem taka þátt í ráðstefnu í Reykjavíkum sjálfbærar orkulausnir í samgöngum.
Þar að auki væri hægt að knýja alla bíla á Íslandi með metangasi úr innlendu rusli, úrgangi og þörungum. Þetta segja sérfræðingarnir Rune Haaland, sem meðal annars hefur unnið fyrir norsku ríkisstjórnina og G8 hópinn og starfar nú sem formaður norska rafbílasambandsins, og Hans Kattström, einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í metantækni en Svíþjóð er þar leiðandi á alheimsvísu og flytur út þá þekkingu sína til fjölda landa.
Í tilkynningu frá Driving Sustainability ´09 ráðstefnunni, sem hefst í Reykjavík í dag, segir m.a. að Haaland telji að Ísland, Noregur og öll Norðurlönd eigi að sameinast um það markmið að verða óháð olíu fyrir bílaflotann. „Það myndi búa til markað sem væri nógu stór til að knýja fram fjöldaframleiðslu á rafbílum sem myndi lækka verð þeirra umtalsvert og gera þá að raunhæfum valkosti við bensínbíla. Kattström segir að tæknin til framleiðslu, dreifingar og notkunar metans alla til staðar og hér á landi þurfi aðeins að framkvæma hlutina.
Samkvæmt útreikningum Orkuseturs gætu Íslendingar sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota influtta olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan.
Haaland og Kattström eru á meðal fjölmargra sérfræðinga sem tala á Driving Sustainability ´09, alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um sjálfbærar orkulausnir í samgöngum sem hefst á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 14 september. Forystuhlutverk Norðurlanda í vistvænum samgöngum er þar í brennidepli. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands opnar ráðstefnuna klukkan 09:00.“