Sjálfbært Ísland í bílaeldsneyti

Mitsubishi i MiEV rafbíllinn.
Mitsubishi i MiEV rafbíllinn. Árni Sæberg

Ísland gæti orðið sjálf­bært um alla þá orku sem þarf til að knýja bíla­flot­ann. Hag­kvæmt væri að fram­leiða raf­bíla á Íslandi til notk­un­ar hér og til út­flutn­ings, líkt og gert er í Nor­egi, að mati er­lendra sér­fræðing­ar sem taka þátt í ráðstefnu í Reykja­vík­um sjálf­bær­ar orku­lausn­ir í sam­göng­um.

Þar að auki væri hægt að knýja alla bíla á Íslandi með me­tangasi úr inn­lendu rusli, úr­gangi og þör­ung­um. Þetta segja sér­fræðing­arn­ir Rune Haaland, sem meðal ann­ars hef­ur unnið fyr­ir norsku rík­is­stjórn­ina og G8 hóp­inn og starfar nú sem formaður norska raf­bíla­sam­bands­ins, og Hans Katt­ström, einn helsti sér­fræðing­ur Svíþjóðar í met­an­tækni en Svíþjóð er þar leiðandi á al­heimsvísu og flyt­ur út þá þekk­ingu sína til fjölda landa.
 
Í til­kynn­ingu frá Dri­ving Sustaina­bility ´09 ráðstefn­unni, sem hefst í Reykja­vík í dag, seg­ir m.a. að Haaland telji að Ísland, Nor­eg­ur og öll Norður­lönd eigi að sam­ein­ast um það mark­mið að verða óháð olíu fyr­ir bíla­flot­ann. „Það myndi búa til markað sem væri nógu stór til að knýja fram fjölda­fram­leiðslu á raf­bíl­um sem myndi lækka verð þeirra um­tals­vert og gera þá að raun­hæf­um val­kosti við bens­ín­bíla. Katt­ström seg­ir að tækn­in til fram­leiðslu, dreif­ing­ar og notk­un­ar met­ans alla til staðar og hér á landi þurfi aðeins að fram­kvæma hlut­ina.
 
Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Orku­set­urs gætu Íslend­ing­ar sparað rúm­lega einn millj­arð króna í gjald­eyri í hverj­um mánuði með því að hætta að nota in­flutta olíu og bens­ín á bíla­flot­ann og skipta yfir í inn­lenda orku­gjafa svo sem raf­magn og met­an.
 
Haaland og Katt­ström eru á meðal fjöl­margra sér­fræðinga sem tala á Dri­ving Sustaina­bility ´09, alþjóðlegri ráðstefnu í Reykja­vík um sjálf­bær­ar orku­lausn­ir í sam­göng­um sem hefst á Hilt­on Reykja­vík Nordica mánu­dag­inn 14 sept­em­ber. For­ystu­hlut­verk Norður­landa í vist­væn­um sam­göng­um er þar í brenni­depli. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands opn­ar ráðstefn­una klukk­an 09:00.“

Heimasíða ráðstefn­unn­ar Dri­ving Sustaina­bility '09

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert