Tíðinda að vænta í vikunni

Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir.
Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Heiðar

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, sem funduðu í hádeginu í dag, hafa enn ekki ákveðið hvort áframhald verði á samstarfi þeirra við hreyfinguna. „Við ætlum að anda með nefinu og skoða þetta mál ennþá betur,“ segir Margrét Tryggvadóttir þingmaður.

„Það er hins vegar tíðinda að vænta einhvern tíma í vikunni,“ bætir Margrét við.

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, þau Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu að hreyfingunni hefði verið breytt í miðstýrðan stjórnmálaflokk. 

Kváðust þingmennirnir ætla að taka sér þann tíma sem þyrfti til þess að ákveða með yfirveguðum hætti hvort og þá hvernig þeir sæju sér fært að starfa áfram með Borgarahreyfingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert