Bíræfnir búðarþjófar

00:00
00:00

Búðarþjóf­ar stela fyr­ir átta millj­arða úr versl­un­um á hverju ári. Versl­an­irn­ar standa ráðþrota gagn­vart vand­an­um því lög­regl­an hef­ur ekki bol­magn til að sinna þessu.

Andrés Magnús­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu seg­ir að þjóf­ar hafi mætt í mat­vöru­versl­un síðast í morg­un, fyllt inn­kaupa­kerru af dýr­ustu mat­væl­um sem er að finna í versl­un­inni, keyrt hana á ógn­ar­hraða í gegn­um búðina, út á götu þar sem vör­un­um var sturtað í skottið á bíl sem beið fyr­ir utan og brunað burt. Þetta er aðeins lítið dæmi úr þjófnaðar­sögu morg­uns­ins.

Kaup­menn  vilja að ör­ygg­is­verðir í versl­un­um fái heim­ild til að ljúka mál­um með sekt en Dóms­málaráðuneytið er að skoða málið. Andrés seg­ir að á síðustu árum hafi orðið sú breyt­ing að skipu­lög glæpa­gengi skipuð út­lend­ing­um steli um átta­tíu til níu­tíu pró­sent­um af þeim verðmæt­um sem fari for­görðum. Það sé síðan bit­ur staðreynt að lög­regl­an ráði ekki við þessi mál.

Í Húsamiðjunni einni er stolið fyr­ir allt að tvöhundruð millj­ón­ir á hverju ári. Dæmi eru um að þjóf­arn­ir sýni ótrú­lega bífræfni. Eft­ir­lits­mynda­vél­ar Húsamiðjunn­ar suða all­an dag­inn í 26 versl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins en þrátt fyr­ir þetta ná þjóf­arn­ir að kom­ast óséðir burt með dýr­an varn­ing.

Þrír menn á Nis­s­an Patrol jeppa stálu bíla­kerru fyr­ir eina millj­ón króna í síðustu viku. Menn­irn­ir tengdu kerr­una aft­an í jepp­ann um há­bjart­an dag og óku burt. Lög­regl­an hef­ur fengið mynd­ir af þeim úr eft­ir­litsvél­um.

Eitt mynd­skeið náðist af manni sem mæt­ir með hund­inn sinn og risa­stór­ar klipp­ur. Hann klipp­ir á á víra­fest­ing­ar á hjóla­kerru sem er fyr­ir fram­an búðina og sést teyma hana burt án þess að nokk­urn tím­ann sjá­ist í and­lit hans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert