Erfitt að fá viðtal við Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mlb.is/Eggert

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur verið gagn­rýnd mjög fyr­ir að veita ekki er­lend­um fjöl­miðlum viðtöl. Frakk­inn Hug­hes Beaudou­in var skipt­inemi í Nes­kaupstað 1986 og starfaði síðar í franska sendi­ráðinu í Reykja­vík; hann tal­ar ágæta ís­lensku. Beaudou­in er nú frétta­rit­ari TF1, lang­stærstu sjón­varps­stöðvar Frakk­lands, í Brus­sel. Hann hef­ur tvisvar komið hingað til lands í sum­ar, fyrst í byrj­un maí og síðan í ág­úst til að reyna að fá viðtal við ráðherr­ann um Evr­ópu­mál­in. Beaudou­in bauðst til að tala við Jó­hönnu á ís­lensku.

„Ég talaði við Kristján Kristjáns­son [sem var frétta­full­trúi ráðuneyt­is­ins] í fyrri ferðinni,“ seg­ir Beaudou­in. „Hann tjáði mér að ekki væri búið að ganga frá til­lög­unni um um­sókn að ESB og tím­inn því óheppi­leg­ur, málið væri enn of viðkvæmt. Ég held að það hafi verið hann sem sagði mér að Jó­hanna væri smeyk við að tala við er­lenda fjöl­miðla um Evr­ópu­mál­in, aðallega vegna þess að hún talaði ekki góða ensku. En einnig vegna þess að einu sinni hefðu um­mæli sem hún lét falla verið rang­lega þýdd og niðurstaðan orðið fjöl­miðlafár. Hún væri því mjög var­kár við er­lenda fjöl­miðla.

Ég sagði þá Kristjáni að ég myndi koma þegar búið væri að af­greiða um­sókn­ina og kom aft­ur í ág­úst. Ekki gekk þetta samt þá en ég sagði hon­um að ég myndi senni­lega koma aft­ur í októ­ber. Fáir fransk­ir frétta­menn tala ís­lensku og koll­eg­ar mín­ir, sem oft spyrja mig um gang mála hér, segja mér að gef­ast ekki upp, vera þraut­seig­ur!

Ég hitti ráðherr­ann reynd­ar, ég var stadd­ur í þing­inu þegar greidd voru at­kvæði um Ices­a­ve-málið. Ég skildi vel að hún myndi vera hik­andi við að ræða þau mál við er­lenda frétta­menn. Én mér datt í hug að mér gengi kannski bet­ur að fá viðtal ef hún hitti mig aug­liti til aug­lit­is og sagði henni að ef hún vildi tala við mig á ís­lensku væri það ekki neitt vanda­mál. Hún svaraði: Við skul­um sjá til,“ seg­ir Hug­hes Beaudou­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert