Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild

Reuters

Heldur fleiri eru óánægðir en ánægðir með að sótt hefur verið um aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent hefur gert fyrir Samtök iðnaðarins. Þá hafa aldrei fleiri sagst andvígir aðild frá því að Samtök iðnaðarins tóku að láta gera kannanir fyrir sig um Evrópumálin. Um 50% segjast andvígir aðild en um 33% segjast hlynnt. Þá segjast um 17% hvorki hlynnt né andvíg aðild.

Könnunin var gerð af Capacent Gallup dagana 25. ágúst til 10. september 2009. Svarhlutfall var 52,3% af handahófsvöldu úrtaki úr þjóðskrá og var úrtakið 1.649 manns.

Þá var einnig spurt: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?

Þá kemur í ljós að 61,5% segja líklegt að þeir myndu sennilega eða örugglega greiða atkvæði gegn aðild en 38,5% sennilegt eða öruggt að þeir myndu greiða atkvæði með aðild.

Könnunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka