Sjö ný tilfelli H1N1 inflúensu hafa verið staðfest hér á landi undanfarinn sólarhring. Staðfest tilfelli inflúensunnar eru því orðin 183, samkvæmt upplýsingum á vef sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins, ECDC.
Í aðildarlöndum ESB og EFTA höfðu verið greind 50.892 tilfelli inflúensunnar í dag, þar af greindust 114 ný tilfelli síðasta sólarhringinn. Langflest greindust í Þýskalandi eða 94.
Dauðsföll í löndum ESB og EFTA af völdum inflúensunnar eru skráð 137, þar af eru 76 í Bretlandi og 25 á Spáni, samkvæmt tölum ECDC.