Landlæknir hefur áhyggjur af stöðunni

Öflugt eftirlit embættis landlæknis með heilbrigðiskerfinu er ekki síst mikilvægt …
Öflugt eftirlit embættis landlæknis með heilbrigðiskerfinu er ekki síst mikilvægt á niðurskurðartímum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Komi í ljós að ástandið á hjúkrunarheimilum sé óviðunandi – jafnvel undir öryggismörkum – er staðan afar erfið. Landlæknisembættið mun með haustinu gera athugun á hjúkrunarheimilum landsins og segir landlæknir sterkan vilja til að taka málefni þeirra föstum tökum, enda hafi hann áhyggjur af stöðunni. Sé hins vegar þörf á úrbótum og þær háðar auknu fjármagni vandist málið, enda ekki úr neinu að spila.

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir spurninguna ekki hvort heldur hvenær alvarlegt slys verði. Áður en það gerist vill hún að komnar verði fram aðvaranir frá sjúkraliðum, svo ljóst sé að við því var varað. Hún segir að af greinargerðum sendum til hennar frá sjúkraliðum um ástandið, sérstaklega varðandi hjúkrun aldraðra, dyljist engum að í mörgum tilvikum er það komið niður fyrir öryggismörk.

Öflugt eftirlit embættis landlæknis með heilbrigðiskerfinu er ekki síst mikilvægt á niðurskurðartímum. Þrátt fyrir það þarf embættið – líkt og önnur – að skera niður og víst að álag á starfsmenn embættisins kemur til með að aukast. „Það segir sig sjálft að við þurfum að hætta einhverjum verkefnum sem við höfum verið að vinna að undanfarið og heyra ekki beint undir eftirlitið. En þetta eftirlit með heilbrigðisþjónustunni teljum við svo mikinn grundvallarþátt hjá okkur að við getum ekki skorið það niður. Allra síst á þessum tímum,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir.

Til að kóróna slæmt ástand vofir yfir landinu önnur og hugsanlega skæðari bylgja inflúensu A(H1N1). Sóttvarnarsviðið er hluti af starfsemi landlæknisembættisins og því líka undir niðurskurðarhnífnum. „En ef við skerum minna niður á sóttvarnarsviðinu þurfum við að skera ennþá meira niður hjá eftirlitinu með heilbrigðisþjónustunni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert