Heitt og rafmagnað í Ráðhúsinu

Fólk á áhorfendapöllum í Ráðhúsinu æpti á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra þegar hún fullyrti að raforkureikningar heimila myndu ekki hækka vegna sölunnar á hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Mikill hiti var í Ráðhúsinu þegar borgarstjórn staðfesti samninginn um sölu á hlut Orkuveitunnar í HS orku til Magma Energy.

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði að meirihlutinn bæri málið fram til að verja Orkuveitu Reykjavíkur.  

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi VG segir málflutning sjálfstæðismanna varðandi sölu á hlut Orkuveitunnar  til Hitaveitu Suðurnesja engu líkari en þau hafi misst af samtímanum. Eins og þau séu lofttæmdum umbúðum að ræða frjálshyggju fyrir lengra komna og leiðir til að fjölga einbýlishúsalóðum. Nú eigi að selja hlut borgarbúa í HS Orku til skúffufyrirtækis fyrir kúlulán til sjö ára með veði í arðinum sem sumum þætti eðlilegt að samfélagið nyti góðs af. Þetta væri arðurinn sem annars hefði getað farið í að greiða niður skuldir sjálfstæðisáranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert