Hróp gerð að borgarstjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Brynjar Gauti

Hróp voru gerð að Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur borg­ar­stjóra af áheyr­endapöll­um eft­ir að hún hafði flutt ræðu í upp­hafi fund­ar borg­ar­stjórn­ar, þar sem fyrsta mál á dag­skrá er sala á hlut Orku­veitu Reykja­vík­ur í HS Orku til Magma Energy. 

Sagði Hanna Birna, að málið snér­ist ekki um sölu á auðlind­um held­ur um að tryggja hag borg­ar­búa, með að losa um fé fyr­ir Orku­veit­una.

Sagði hún Reykja­vík­ur­borg eða Orku­veit­una ekki eiga auðlind­ina sem rætt væri um held­ur Reykja­nes­bær. Samn­ing­ur­inn við Magma Energy sner­ist ein­fald­lega um sölu á hlut OR í HS Orku, annað ekki. Ef að málið sner­ist um sölu á auðlind­um þá væri afstaða meirii­hlut­ans í borg­ar­stjórn önn­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka