Milljarðatap Gagnaveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Gagnaveita Reykjavíkur tapaði þremur milljörðum króna í fyrra. Fyrirtækið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og stofnað á grunni Línu.net. Fall krónunnar á árinu 2008 er meginskýringin á þessu mikla tapi. „Rekstraráætlanir hafa gengið upp og gott betur,“ segir Ingvar Garðarsson, formaður stjórnar Gagnaveitu Reykjavíkur. Sjálfur reksturinn skili ríflega 340 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir. Tekjur hafi aukist milli ára.

Ingvar segir stærstu skuld Gagnaveitunnar vera í erlendri mynt og tapið myndast vegna neikvæðs gengismunar upp á tæpa þrjá milljarða króna. Orkuveitan, móðurfélag Gagnaveitunnar, hafi lagt félaginu til 1,2 milljarða með því að breyta hluta af upphaflegu láni til félagsins í hlutafé til að mæta þessu tapi.

Árið 2001 hafði Orkuveitan aukið hlutafé Gagnaveitunnar um 3,5 milljarða króna. Hlutafjárframlag OR síðastliðin tvö ár jafngildir því 4,7 milljörðum króna. Miðað við efnahagsreikning í árslok 2008 voru tæpir 1,9 milljarðar eftir af þeim peningum. Til viðbótar lagði Orkuveitan þessu dótturfélagi til lán sem nú stendur í 6,2 milljörðum króna. Til þeirrar skuldar var stofnað þegar Gagnaveitan tók yfir eignir sem Orkuveitan átti áður.

Sjálfstæðismenn gagnrýndu þá ákvörðun vinstrimeirihlutans í borginni að hætta við sölu á Gagnaveitunni. Upphaflega hefði einungis átt að leggja 200 milljónir í félagið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert