Óskar eftir tilboðum í vinnubúðir á Kárahnjúkum

Frá framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu árið 2006.
Frá framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu árið 2006. mbl.is/ÞÖK

Landsvirkjun hefur óskað eftir tilboðum í vinnubúðir og rofahús sem eru staðsett á virkjunarsvæði Kárahnjúka. Þetta kemur fram á vef Landsvirkjunar.

Meðal þess sem verið er að selja er 259 m² þjónustumiðstöð, 111 m² skrifstofuhús, 297 m² svefnskáli, 14 stakir 11,7 m² svefnskúrar og fjögur rofahús, en hvert hús er 34 m².

Fram kemur að vinnubúðirnar verði til sýnis á morgun og á fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert