Ræða minnkað vægi verðtryggingar

Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og skattanefnd og …
Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og skattanefnd og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar.

„Það seg­ir í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að skoða skuli leiðir til að draga úr vægi verðtrygg­ing­ar­inn­ar og Seðlabank­inn er eitt­hvað byrjaður að skoða það. Þeir munu kynna nefnd­inni sjón­ar­mið bank­ans í þess­um efn­um á morg­un,“ seg­ir Helgi Hjörv­ar, formaður efna­hags- og skatta­nefnd­ar Alþing­is. Nefnd­in þing­ar á morg­un um skulda­vanda heim­il­anna og verðtrygg­ingu og fær full­trúa Seðlabank­ans á sinn fund.

Í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs seg­ir m.a. að dregið verði úr vægi verðtrygg­ing­ar í lánaviðskipt­um, sam­hliða auknu fram­boði óverðtryggðra íbúðalána. Þá seg­ir að óskað verði eft­ir mati Seðlabank­ans á því hvernig best verði dregið úr vægi verðtrygg­ing­ar í ís­lensku efna­hags­lífi.

„Verðtrygg­ing­in hef­ur verið mjög um­deild í þau 30 ár sem hún hef­ur verið við lýði. Ég ætla nú ekki að fara að boða til­lög­ur um af­nám henn­ar hér og nú en það er tíma­bært að hefja ein­hverja um­fjöll­un þar um,“ seg­ir Helgi Hjörv­ar, formaður efna­hags- og skatta­nefnd­ar.

Hann seg­ir að Seðlabank­inn hafi unnið tölu­vert í því að greina skulda­vanda heim­il­anna. Efna­hags- og skatta­nefnd muni fara yfir mat bank­ans á stöðunni og þeim mögu­leik­um sem uppi eru til að taka á vand­an­um. Þá seg­ir Helgi að unnið sé að til­lög­um til úr­lausn­ar á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og von­andi komi til­lög­ur til kasta Alþing­is strax í þing­byrj­un í októ­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert