Samningurinn samþykktur í borgarstjórn

Fjöldi fólks fylgdist með umræðu um sölu á hlut Orkuveitunnar …
Fjöldi fólks fylgdist með umræðu um sölu á hlut Orkuveitunnar í HS Orku á fundi borgarstjórnar í dag. mbl.is/Heidar

Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur hef­ur staðfest samn­ing­inn um sölu á 31% hlut Orku­veitu Reykja­vík­ur í HS Orku til Magma Energy Sweden,  sænsks dótt­ur­fé­lags kanadíska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Magma Energy Corporati­on, með átta at­kvæðum meiri­hlut­ans gegn sjö minni­hlut­ans.

Í kjöl­farið var kallað af áhorf­endapöll­um í Ráðhús­inu: Van­hæf borg­ar­stjórn, van­hæf borg­ar­stjórn.  Þrír úr hópi áhorf­enda voru hand­tekn­ir eft­ir að sal­ern­isrúllu var kastað af áhorf­endapöll­um í fund­ar­sal­innn.

Var hlé gert á fund­in­um um stund, á meðan verið var að róa niður áhorf­end­ur á pöll­un­um. Fund­ar­störf hafa haf­ist að nýju, þar sem verið að ræða einka­rekna grunn­skóla.

Um tíma voru frammíköll mik­il og meðal þess sem áhorf­end­ur hafa kallað: „Djöf­ull megiði vera stolt af því sem þið hafið gert í dag."

Í til­kynn­ingu frá skrif­stofu borg­ar­stjóra seg­ir, að með samn­ingn­um á sölu Orku­veit­unn­ar á hlutn­um í HS Orku sé greitt úr óvissu sem ríkt hafi eft­ir að Sam­keppnis­eft­ir­litið komst að þeirri niður­stöðu að Orku­veit­an mætti ekki eiga svo stór­an hlut í HS Orku. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafi engu að síður dæmt fyr­ir­tækiðr til að standa við samn­inga um kaup á hlutn­um.

Borg­ar­stjóri seg­ir að Orku­veit­an hafi lagt áherslu á að með söl­unni sé verið að virða úr­sk­urð sam­keppn­is­yf­ir­valda og sam­keppn­is­lög, leysa ágrein­ing fyr­ir­tæk­is­ins við Hafn­ar­fjarðarbæ og styrkja fjár­hags­stöðu Orku­veit­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert