Tæki og tól til Noregs

Verkefnaskortur í mannvirkjagerð hér á landi hefur haft þau áhrif m.a. að íslensk verktakafyrirtæki hafa í auknum mæli orðið að leita út fyrir landsteinana með ný verk. Greint hefur verið frá verkefnum Ístaks á Grænlandi og Jamaíku en fyrirtækið er einnig að hefja vinnu við tvö stór verkefni í Noregi um þessar mundir.

Starfsmenn Ístaks hafa unnið að því síðustu tvo daga að lesta stórt flutningaskip við Skarfabakka í Reykjavík með þungavinnuvélum og öðrum tækjum til jarðvegsframkvæmda í Noregi, alls um 30 tækjum sem vega um 1.200 tonn.

Ístak átti lægsta tilboð í útboði norsku Vegagerðarinnar á nýjum vegi á eyjunni Osteröya, skammt norðaustur af Bergen. Um er að ræða þriggja kílómetra vegarkafla á milli bæjanna Hauge og Lonevåg en þar af þarf að grafa jarðgöng sem með vegskálum verða 1,5 km að lengd. Einnig mun Ístak byggja nýja 100 metra langa brú og leggja göngu- og hjólastíga, auk hringtorgs og hliðarvega að íbúðum og bryggju.

Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, staðarstjóra Ístaks í Osteröya, munu 50-60 Íslendingar á vegum Ístaks starfa þarna í Noregi í vetur. Fyrsti hópur starfsmanna er á leiðinni á svæðið að koma fyrir vinnubúðum og annarri aðstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert