Barnshafandi í gæsluvarðhaldi

Síðastliðið laug­ar­dags­kvöld stöðvaði toll­gæsla í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar konu við komu frá Kaup­manna­höfn. Kon­an, sem er um þrítugt frá Lit­há­en, reynd­ist vera með um 850 grömm af am­feta­míni í niðursuðudós­um. Kon­an, sem er barns­haf­andi, hef­ur verið úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald til 25. sept­em­ber.

Síðastliðið sunnu­dags­kvöld stöðvaði toll­gæsla í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar karl­mann frá Lit­há­en, vegna gruns um að bera fíkni­efni inn­vort­is. Við rönt­gen­skoðun sást nokk­urt magn belglaga aðskota­hluta í melt­ing­ar­vegi hans. Ekki er ennþá ljóst hvaða efni það er eða hversu mikið. Hann var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 28 sept­em­ber.

Bæði mál­in eru til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, en ekki ligg­ur fyr­ir hvort tengsl eru á milli þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert