Fá 131 milljón í styrk

Styrkir veittir úr Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins.
Styrkir veittir úr Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins.

Í dag voru undirritaðir samningar um styrki úr Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Úthlutunarnefnd ákvað að undangengnu mati sérfræðinga að styrkja 3 verkefni en að þessu sinni bárust 7 umsóknir. Heildarkostnaður vegna verkefnanna nemur um 175 milljónum króna en þar af styrkir Leonardó áætlunin verkefnin um 131 milljón, að því er fram kemur í tilkynningu.

Verkefnin sem um ræðir eru svokölluð yfirfærsluverkefni en þau hafa það að markmiði að auka gæði og aðdráttarafl evrópska starfsmenntakerfisins með aðlögun og innleiðingu nýjunga á sviði starfsmenntunar til nýrra markhópa og starfsgreina innan starfsmenntakerfa í 31 Evrópulandi.

Styrkupphæðir til einstakra verkefna eru rúmar 40 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert