Fóru ekki tómhentir heim

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Golli

„Stefnan er að veita eins mörgum erlendum fjölmiðlum viðtöl og þess óska og hægt er. Það er mikilvægt að tala við þá sem sýna því áhuga, til að koma því á framfæri sem verið er að gera hérna til þess að takast á við afleiðingar kreppunnar,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Haft var eftir Hughes Beaudouin, fréttaritara TF1, stærstu sjónvarpsstöðvar Frakklands, í Morgunblaðinu í gær að hann hefði í tvígang óskað eftir viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en án árangurs Urður segir gagnrýnina aðeins segja hálfa söguna.

Áðurnefndur Beaudouin hafi komið í maílok og þá tekið viðtal við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og svo aftur í lok ágúst. Síðara viðtalið hafi verið um 15 mínútur og sýnt í þættinum Gestur vikunnar, sem svo má þýða á íslensku. Með líku lagi hafi fréttamenn France24 nýlega tekið um 13 mínútna viðtal við Össur sem hafi verið sýnt í síðustu viku, auk innslags í fréttaskýringaþátt um síðustu helgi.

Urður segir þá Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra einnig hafa farið í fjölda viðtala við erlent fjölmiðlafólk, enda sé stefnan sem fyrr segir að anna því sem hægt er.

Hjá Elíasi Guðjónssyni, upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins, fengust þær upplýsingar að Steingrímur hefði sennilega farið í á milli 20 og 30 viðtöl við erlenda fjölmiðla á síðustu tveim mánuðum. Þýskalandi, Ástralíu og Hollandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert