Rauðri málningu var slett á hús þeirra Wernerssona, Karls og Steingríms, í nótt. Er þetta í annað skiptið sem hús þeirra verða fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Hús Karls er í Hlíðahverfinu og Steingríms í Fossvoginum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hver stendur á bak við skemmdaverkin sem unnin hafa verið á eignum kaupsýslumanna að undanförnu.
Nokkrir hafa verið boðaðir í skýrslutöku vegna skemmdaverkanna en enginn handtekinn, samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar. Eigendur eignanna hafa að undanförnu fengið sent bréf frá lögreglu þar sem þeim er boðið að gera refsi- og bótakröfu í málinu. Skýrist það af því að ekki er hægt að ákæra fyrir slík brot nema krafa um það liggi fyrir af hendi viðkomandi tjónþola.