Íslendingur sagður á bak við milljarðasvikamyllu í Svíþjóð

Íslendingur er talinn vera stofnandi fjárfestingafyrirtækisins Select Invest Offshore sem stundaði gjaldeyrisviðskipti. Á vef sænska blaðsins Dagens Industri segir að fjárfestar óttist að hafa tapað hundruðum milljóna sænskra króna sem samsvarar milljörðum íslenskra króna.

Á vefsíðunni Zierra.net geti þeir fylgst með fjárfestingum sínum en þeir hafa engan arð fengið.

Á visir.is er Íslendingurinn sagður vera Sveinn Friðfinnsson. Hann hafi stundað svipaða iðju í Kaupmannahöfn.

Fréttavefur Dagens Industri vitnar í einn fjárfesti sem kveðst hafa fjárfest fyrir hundruð þúsunda sænskra króna. Hann óttist nú að hafa tapað fénu. Greint er frá því að fjárfestarnir hafi verið margir. Samkvæmt heimildum Dagens Industri fjárfestu um eitt þúsund Svíar hundruðum milljóna króna í fyrirtækinu en það eru milljarðar íslenskra króna.

Málið er nú til rannsóknar há saksóknaranum í Borås í Svíþjóð.

Heimilisfang Íslendingsins er skráð á Kýpur. Að sögn Dagens Industri svarar hann ekki í uppgefið símanúmer.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert