Stefán Þórhallsson nágranni Karls Wernerssonar í Engihlíð segir að fólki í nágrenningu líði illa vegna ítrekaðra skemmdarverka.
Rauðri málningu var slett á hús Karls Wernerssonar við Engihlíð og svartri á hús nágranna hans Lárusar Weldings við Blönduhlíð í nótt. Hús bróður Karls í Árlandi varð einnig fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Málningarskemmdarverkin sem eru orðin fjölmörg eru öll óupplýst. Katrín Gísladóttir nágrannakona vaknaði við hvellettusprengingu en sá ekki hverjir voru á ferðinni Stefán Þórhallsson nágranni segir að skemmdarverkin taki mikið á nágranna og þeim líði illa enda dragi þetta neikvæða athygli að götunni. Pólskir og breskir verkamenn hjá fyrirtækinu Allt af, munduðu skrúbbana af fagmennsku enda vanir menn.Lögreglan tók sýni af svörtu málningunni enda hefur til þessa aðallega verið notuð rauð og græn málning. Geir Jón Þórisson segir að sýnin verði borin sýnin saman við málningarslettur á skóm og fötum fólks sem var yfirheyrt vegna gruns um aðild að málinu fyrir skemmstu.