Ráðherranefnd um jafnréttismál

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti í gær skipun ráðherranefndar um jafnréttismál.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti í gær skipun ráðherranefndar um jafnréttismál. mlb.is/Eggert

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra kynnti á fundi rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar í gær skip­un ráðherra­nefnd­ar um jafn­rétt­is­mál. Í henni eiga sæti for­sæt­is­ráðherra, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra og fjár­málaráðherra, auk þess sem dóms- og kirkju­málaráðherra starfar með nefnd­inni að mál­efn­um er varða man­sal og heim­il­isof­beldi.

Rík­is­stjórn­in setti sér það mark­mið að leggja aukna áherslu á bar­áttu fyr­ir mann­rétt­ind­um og kven­frelsi og veita mála­flokki jafn­rétt­is­mála aukið vægi inn­an stjórn­kerf­is­ins og er skip­an ráðherra­nefnd­ar­inn­ar liður í því. Hún er einnig í sam­ræmi við sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að for­sæt­is­ráðuneytið fái aukið for­ystu-, verk­stjórn­ar- og sam­ræm­ing­ar­hlut­verk m.a. með stýr­ingu sam­ráðsnefnda ráðherra.

Í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá 8. maí 2009 seg­ir að áhrif kvenna í end­ur­reisn ís­lensks sam­fé­lags í kjöl­far efna­hagsþreng­inga verði tryggð; að rík­is­stjórn­in beiti sér fyr­ir að jafna hlut­föll kynj­anna á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins; og að kynja­sjón­ar­mið verði höfð að leiðarljósi í aðgerðum til at­vinnu­sköp­un­ar, við mót­un heild­stæðrar at­vinnu­stefnu fyr­ir Ísland, ákvörðun út­gjald­aramma og hagræðing­araðgerðir næstu fjög­urra ára og við fjár­laga­gerð og efna­hags­stjórn.

Þá er jafn­framt kveðið á um að rík­is­stjórn­in grípi til aðgerða til að út­rýma kyn­bundn­um launamun, að lokið verði gerð jafn­rétt­isstaðla á kjör­tíma­bil­inu og unnið frek­ar úr til­lög­um Jafn­réttis­vakt­ar­inn­ar. Enn­frem­ur er ásetn­ing­ur um að efla starf jafn­rétt­is­full­trúa ráðuneyta.

Loks er kveðið á um að aðgerðaáætl­un gegn man­sali verði fylgt eft­ir svo og hugað að for­varn­ar- og viðbragðsáætl­un til að bregðast við auknu heim­il­isof­beldi sam­fara versn­andi efna­hags­ástandi.

Ráðherra­nefnd um jafn­rétt­is­mál mun fylgja þess­um mark­miðum eft­ir, auk þess sem hún mun koma að gerð fram­kvæmda­áætl­un­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar í jafn­rétt­is­mál­um, áætl­un­ar um samþætt­ingu kynja- og jafn­rétt­is­sjón­ar­miða fyr­ir Stjórn­ar­ráðið í heild og jafn­rétt­is­mats á ein­staka stjórn­ar­frum­vörp­um, áætl­un­um og ákvörðunum sem haft geta áhrif á jafna stöðu kynj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert