Sjálfsbjargarviðleitni kemur sjúklingum í koll

Segir sjúklingum refsað fyrir að bjarga sér sjálfir
Segir sjúklingum refsað fyrir að bjarga sér sjálfir mbl.is/Eggert

„Sjúk­ling­um er refsað fyr­ir að reyna að bjarga sér sjálf­ir eða nýta sér aðstoð ætt­ingja í stað úrræða sem kerfið býður upp á,“ seg­ir Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir.

Móðir henn­ar greind­ist með alzheimer fyr­ir um tveim­ur árum. María Th. Jóns­dótt­ir, formaður Fé­lags áhuga­fólks og aðstand­enda alzheimers­sjúk­linga og annarra skyldra sjúk­dóma, seg­ir að sam­drátt­ur­inn í heil­brigðis­kerf­inu mæði mest á fólki með heila­bil­un sem geti ekki bjargað sér. Ekki sé hægt að ætl­ast til þess að aðstand­end­ur taki að sér umönn­un­ina og allra síst aldraður maki. Það sé ljótt að ætl­ast til þess að aldraður ein­stak­ling­ur ann­ist sjúk­ling með heila­bil­un.

Hjör­dís seg­ir að vist­un­ar­mat­s­kerfið virðist ekki gera ráð fyr­ir fólki sem glími við alzheimer og gangi því ekki upp. Ekki gangi að meta alzheimers­sjúk­linga á sama hátt og aldraða.

Þegar sótt var um vist­un­ar­mat fyr­ir móður Hjör­dís­ar vegna dval­ar á sam­býli ráku börn­in sig víða á fyr­ir­stöður í kerf­inu. „Við feng­um neit­un þar sem hún hafði ekki nýtt öll úrræði sem eru í boði á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Hjör­dís, en móðir henn­ar hafði til dæm­is ekki nýtt sér aðstoð við það að fara í bað.

Hjördís Guðmundsdóttir.
Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir. Ragn­ar Ax­els­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert