Vilja atvinnurekendur burt úr stjórnum lífeyrissjóða

Smábátar í höfninni á Flateyri.
Smábátar í höfninni á Flateyri. mbl.is/Ómar

Stjórn Eld­ing­ar, fé­lag smá­báta­eig­enda í Ísa­fjarðar­sýsl­um tek­ur heils­hug­ar und­ir með Sjó­manna­fé­lagi Íslands um að at­vinnu­rek­end­ur eigi ekki sæti í stjórn­um líf­eyr­is­sjóðanna.

Stjórn Eld­ing­ar þingaði í liðinni viku. Fjöl­mörg stétt­ar­fé­lög, þar með talið Sjó­manna­fé­lag Íslands hafa ályktað gegn setu full­trúa at­vinnu­rek­enda í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða. Í álykt­un Sjó­manna­fé­lags Íslands sem samþykkt var í byrj­un mánaðar­ins seg­ir að við blasi að fjár­mun­ir flestra líf­eyr­is­sjóða séu eign launa­fólks en ekki at­vinnu­rek­enda. Menn fari yf­ir­leitt best með eigið fé og því sé það far­sæl­ast fyr­ir launa­fólk í land­inu að það sjálft ákveði al­farið hverj­ir stýra sjóðum þess. Þá eru önn­ur stétt­ar­fé­lög í land­inu hvött til að end­ur­skoða þátt­töku at­vinnu­rek­enda í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða.

Stjórn Eld­ing­ar tek­ur heils­hug­ar und­ir þessa álykt­un.

Þá mót­mæl­ir stjórn Eld­ing­ar harðlega öll­um til­lög­um um breyt­ing­ar eða af­námi sjó­mannafslátt­ar. Sjó­manna­afslátt­ur hef­ur verið við lýði í ríf fjöru­tíu ár en hon­um var upp­haf­lega komið á þegar illa gekk að manna fiski­skipa­flot­ann. Talið er að rík­is­sjóður verði af 1,1 millj­arði króna í tekj­um á ári með skatta­afslætti sjó­manna en hann nem­ur nú 987 krón­um á dag.

Stjórn Eld­ing­ar minn­ir í álykt­un sinni á fyrri til­lög­ur fé­lags­ins um að veiðiheim­ild­ir í þorski miðist við 220 þúsund tonn.  Enn­frem­ur mót­mæl­ir stjórn­in gíf­ur­leg­um niður­skurði á ýsu­kvóta. Þá lýs­ir stjórn­in mik­illi ánægju með hval­veiðar og bend­ir á þá at­vinnu­sköp­un sem veiðarn­ar hafi haft, eins og dæm­in frá Akra­nesi og víðar á Vest­ur­landi sanni. Loks hvet­ur stjórn Eld­ing­ar Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra til að finna viðun­andi lausn á skrán­ingu skötu­sels sem meðafla og minn­ir á að enn er eng­an skötu­s­elskvóta að hafa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert