Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Konan hefur áður verið sakfelld fyrir þjófnaðarbrot, eða alls fjórum sinnum frá árinu 2001.
Konan var sökuð um að hafa stolið nærfötum úr verslun á Selfossi fyrir tæpu ári að
andvirði rúmar 11.000 kr. Hún játaði sök og var tekið tillit til
játningarinnar við dómsuppkvaðninguna.
Konunni var ekki gert að greiða sakarkostnað í málinu.