Gengur hægt

Frá Reykjanesi
Frá Reykjanesi Rax / Ragnar Axelsson

Um­hverf­is­ráðuneytið er komið tvo og hálf­an mánuð út fyr­ir frest til að taka ákvörðun um það hvort fram­kvæmd­ir tengd­ar ál­ver­inu í Helgu­vík skuli fara í sam­eig­in­legt um­hverf­is­mat, sem gæti seinkað fram­kvæmd­um um langa hríð.

Þá geng­ur Orku­veitu Reykja­vík­ur hægt að fá meðmæla­bréf frá fjár­málaráðuneyt­inu, í tengsl­um við lána­fyr­ir­greiðslu að and­virði 30 millj­arða króna frá Evr­ópska fjár­fest­inga­bank­an­um, EIB.

Í stöðug­leika­sátt­mála stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins seg­ir engu að síður að rík­is­stjórn­in muni greiða götu þeirra stór­fram­kvæmda sem þegar hafa verið ákveðnar, til dæm­is fram­kvæmda vegna ál­vera í Helgu­vík og Straums­vík. Þá seg­ir þar einnig að kapp­kostað verði að eng­ar hindr­an­ir verði af hálfu stjórn­valda í vegi slíkra fram­kvæmda eft­ir 1. nóv­em­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert