Grunaður um stuld á upplýsingum frá RSK

For­ráðamaður IT ráðgjaf­ar og hug­búnaðarþjón­ust­unn­ar ehf., sem ætlaði að birta upp­lýs­ing­ar um tengsl fyr­ir­tækja og ein­stak­linga úr fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra, hafði und­ir hönd­um og nýtti sér upp­lýs­ing­ar úr hluta­fé­laga­skrá án heim­ild­ar. Rík­is­skatt­stjóri seg­ir að ekki verði bet­ur séð en að for­ráðamaður­inn hafi sem fyrr­um starfsmaður rík­is­skatt­stjóra tekið upp­lýs­ing­arn­ar án heim­ild­ar og er sá þátt­ur nú til sér­stakr­ar meðferðar.

Í frétta­til­kynn­ingu frá rík­is­skatt­stjóra seg­ir að í ljósi um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum und­an­farið um lok­un á aðgangi IT Ráðgjaf­ar og hug­búnaðarþjón­ust­unn­ar ehf. að fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra sé rétt að taka fram að samn­ing­ar um miðlun upp­lýs­inga úr hluta­fé­laga­skrá byggi á þeirri for­sendu að sá sem hyggst miðla upp­lýs­ing­um hafi til þess starfs­leyfi frá Per­sónu­vernd.

Samn­ing­ur við um­rædd­an aðila hafi verið gerður í trausti þess að slíkt leyfi lægi fyr­ir áður en niður­hal og notk­un upp­lýs­inga hæf­ist. Þegar í ljós hafi komið að svo var ekki, hafi verið lokað fyr­ir aðgang hlutaðeig­andi. Þá seg­ir að ekki liggi fyr­ir afstaða Per­sónu­vernd­ar varðandi þá fram­setn­ingu og teng­ingu upp­lýs­inga sem miðlar­inn hugðist birta um­fram þá al­mennu birt­ingu sem starfs­leyfi miðlara hafa kveðið á um.

„Þá hef­ur komið í ljós að IT Ráðgjöf og hug­búnaðarþjón­usta ehf. hafði und­ir hönd­um og nýtti sér upp­lýs­ing­ar úr hluta­fé­laga­skrá sem ekki verður bet­ur séð en að for­ráðamaður þess hafi sem fyrr­um starfsmaður rík­is­skatt­stjóra tekið án heim­ild­ar. Sá þátt­ur er nú til sér­stakr­ar meðferðar,“ seg­ir í til­kynn­ingu rík­is­skatt­stjóra.

Þá er áréttað að embætti rík­is­skatt­stjóra er mjög áfram um að upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings sé með sem best­um hætti og gagn­sæi sé haft að leiðarljósi. Slíkt þurfi þó ætíð að rúm­ast inn­an ramma laga og per­sónu­vernd­ar. Rík­is­skatt­stjóri geti þannig ekki ljáð at­beina embætt­is­ins til að stunduð sé upp­lýs­inga­miðlun úr gagna­grunn­um þess nema upp­fyllt séu skil­yrði laga, hversu göf­ug sem mark­miðin eru. Rík­is­skatt­stjóri seg­ir að laga­skil­yrðin hafi ekki verið upp­fyllt hjá IT ráðgjöf og hug­búnaðarþjón­ustu ehf.

„Þá hef­ur for­ráðamaður IT Ráðgjaf­ar og hug­búnaðarþjón­ust­unn­ar ehf. lýst nauðsyn á auknu gagn­sæi með kort­lagn­ingu eig­enda fé­laga og rekstr­ar þeirra. Í ljósi þess vek­ur það at­hygli að það fé­lag hef­ur á hinn bóg­inn ekki virt skýr fyr­ir­mæli laga um af­hend­ingu árs­reikn­inga und­an­far­in þrjú ár,“ seg­ir í til­kynn­ingu rík­is­skatt­stjóra.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðar­son, rík­is­skatt­stjóri.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert