Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar

Borist hafa hug­mynd­ir frá Bret­um og Hol­lend­um vegna fyr­ir­var­ana við Ices­a­ve-ábyrgðina. Er verið að kynna þær stjórn­völd­um og verður for­ystu­mönn­um flokk­anna og þing­nefnd­um kynnt­ar hug­mynd­irn­ar, skv. upp­lýs­ing­um Indriða H. Þor­láks­son­ar, aðstoðar­manns fjár­málaráðherra. 

„Í þess­um sam­töl­um hafa komið fram af hálfu Breta og Hol­lend­inga, óform­lega og í trúnaði, hug­mynd­ir um hvernig þeir hugsa sér að þeir geti staðið að því að samþykkja fyr­ir­var­ana. Það er verið að kynna það fyr­ir stjórn­völd­um hér,“ seg­ir Indriði.

Fjár­laga­nefnd hef­ur verið boðuð til fund­ar kl. 18 og mun fjár­málaráðherra mæta á fund­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert