Borist hafa hugmyndir frá Bretum og Hollendum vegna fyrirvarana við Icesave-ábyrgðina. Er verið að kynna þær stjórnvöldum og verður forystumönnum flokkanna og þingnefndum kynntar hugmyndirnar, skv. upplýsingum Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra.
„Í þessum samtölum hafa komið fram af hálfu Breta og Hollendinga, óformlega og í trúnaði, hugmyndir um hvernig þeir hugsa sér að þeir geti staðið að því að samþykkja fyrirvarana. Það er verið að kynna það fyrir stjórnvöldum hér,“ segir Indriði.
Fjárlaganefnd hefur verið boðuð til fundar kl. 18 og mun fjármálaráðherra mæta á fundinn.