Kanna nýja stórskipahöfn í Eyjum

Nýja líkanið af Eiðinu og hafnarlæginu er að taka á …
Nýja líkanið af Eiðinu og hafnarlæginu er að taka á sig mynd. Siglingastofnun

Siglingastofnun er nú að smíða nýtt hafnarlíkan til að kanna möguleikana á nýrri stórskipahöfn í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið á norðanverðu Eiðinu. Líkanið er smíðað í húsnæði Siglingastofnunar í Vesturvör. Gert er ráð fyrir niðurstöðum eftir fáeina mánuði.

Í frétt af líkaninu á heimasíðu Siglingastofnunar segir að meðal verkefna stofnunarinnar sé gerð líkantilrauna á mögulegum hafnarframkvæmdum.

„Markmið tilrauna þessara er að útfæra sem bestar lausnir í stórum verkefnum um byggingu hafna og varnargarða áður en ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir. Reynslan af líkangerðinni hefur verið afar góð og niðurstöður nær raunveruleikanum en til dæmis tölvuspár.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert