Leggjast gegn fyrirvaranum

Frá Lundúnum. Bresk stjórnvöld eru sögð mótfallin því að ríkisábyrgðin …
Frá Lundúnum. Bresk stjórnvöld eru sögð mótfallin því að ríkisábyrgðin renni út 2024. Reuters

Hol­lensk og bresk stjórn­völd leggj­ast gegn ákvæði Íslend­inga í fyr­ir­var­an­um að Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu um að rík­is­ábyrgð á end­ur­greiðslum þess fjár sem tapaðist í banka­hrun­inu renni út í júní 2024, að því er Reu­ters-frétta­stof­an hef­ur eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni í fjár­laga­nefnd Alþing­is.

Haft er eft­ir heim­ild­ar­mann­in­um að bresk og hol­lensk stjórn­völd séu ein­huga um að ábyrgðin gildi eft­ir 2024 en Reu­ters-frétta­stof­an hef­ur ekki fengið þetta staðfest hjá tals­mönn­um þeirra.

Seg­ir jafn­framt í frétt­inni að fjár­laga­nefnd hafi borist óform­leg viðbrögð rík­is­stjórna land­anna tveggja við fyr­ir­vör­un­um en tals­menn þeirra vilja að trúnaðar verði gætt í samn­inga­ferl­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert