Óraunsæi að hundsa verkfall

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Björn Þorri Viktorsson lögmaður á fundinum …
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Björn Þorri Viktorsson lögmaður á fundinum í kvöld. mbl.is/Heiddi

Fjöl­menni var á fundi Hags­muna­sam­taka heim­il­anna í Iðnó í kvöld. Þor­vald­ur Þor­valds­son sem sæti á í stjórn sam­tak­anna fjallaði þar um fyr­ir­hugað greiðslu­verk­fall í októ­ber­byrj­un og sagði skýrt sam­kvæmt lög­um að geng­is­tryggðu lán­in verið ólög­leg.

Þor­vald­ur sagði óraun­sætt af stjórn­völd­um og fjár­mála­stofn­un­um að hundsa verk­föll­in. Hann seg­ir slík­ar aðgerðir á fyrri tíð hafa skilað ýms­um rétt­ind­um og kjara­bót­um sem nú standi til að skera niður.

„Það stefn­ir í að um næstu ára­mót hafi næst­um þriðjung­ur þjóðar­inn­ar nei­kvæða eig­in­fjár­stöðu og á næsta ári gæti það nálg­ast helm­ing. Þegar hálf þjóðin er kom­in í greiðsluaðlög­un og fær skammtað 70 þúsund krón­um á mánuði til að lifa af, hvernig á hún þá að standa und­ir Ices­a­ve-skuld­un­um og öðrum rík­is­skuld­um sem halda áfram að aukast. Og hvernig á þjóðin þá að sjá ein­hverja ástæðu til að halda áfram að vinna? Hvernig á þá að verja vel­ferðar­kerfið og auðlind­ir þjóðar­inn­ar. Verður það þá sett á bruna­út­sölu einn dag­inn til að eiga fyr­ir næstu af­borg­un eða end­ur­fjármögn­un," sagði Þor­vald­ur

Al­dís Bald­vins­dótt­ir var ekki síður kjarnyrt en Þor­vald­ur.

„Eig­um við að ganga með betlistaf í hendi í hús banka­böðlanna sem rændu okk­ur al­eig­unni til að biðja þá um að ræna okk­ur ekki lífs­björg­inni líka? Eig­um við að sæta þeim nauðunga­kost­um - eins og með lán­in - að annað hvort taka þeirra afar­kost­um eða ger­ast gjaldþrota ella? Nei, segi ég,“ sagði Al­dís sem tel­ur slíkt vera nauðung­ar­sætt

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra var sat fyr­ir svör­um á fund­in­um í kvöld. Þar sagði hann að í und­ir­bún­ingi væru aðgerðir sem taka ættu á vanda heim­il­anna og yrðu þær kynnt­ar fyr­ir mánaðamót. Hann sagði þó ljóst að þær leystu ekki all­an þann vanda sem skuld­sett heim­ili lands­ins þurfa að kljást við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka