Segja að ríkisábyrgð taki ekki gildi

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir í álykt­un, sem samþykkt var í á fundi í kvöld, að höfn­un Breta og Hol­lend­inga á þeim fyr­ir­vör­um sem Alþingi samþykkti í lok ág­úst við Ices­a­ves­amn­ing­ana, feli í sér að rík­is­ábyrgð vegna skuld­bind­ing­anna taki ekki gildi.

Að sögn odd­vita stjórn­ar­flokk­anna í dag óskuðu Bret­ar og Hol­lend­ing­ar eft­ir því, að farið yrði með þær hug­mynd­ir, sem þeir hafa um fyr­ir­vara við rík­is­ábyrgðina, sem trúnaðar­mál. En Reu­ters­frétta­stof­an hafði í kvöld eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­manni í fjár­laga­nefnd Alþing­is, að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar væru and­víg­ir þeim fyr­ir­vara, að yrði ekki lokið við að greiða af lán­um sem Eng­lend­ing­ar og Hol­lend­ing­ar veita Íslend­ing­um vegna Ices­a­ve-skuld­bind­inga, fyr­ir árið 2024 þá þurfi að semja að nýju um eft­ir­stöðvarn­ar. 

Álykt­un­in Sjálf­stæðis­flokks­ins er eft­ir­far­andi:

„Höfn­un Breta og Hol­lend­inga á þeim fyr­ir­vör­um sem Alþingi samþykkti í lok ág­úst við Ices­a­ves­amn­ing­ana, fel­ur í sér að rík­is­ábyrgð vegna skuld­bind­ing­anna tek­ur ekki gildi.

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins tel­ur að ekki komi til greina að hverfa frá þeim fyr­ir­vör­um sem Alþingi samþykkti vegna rík­is­ábyrgðar­inn­ar.

Rík­is­stjórn Íslands hef­ur ekki heim­ild til að víkja frá þeim skýru fyr­ir­vör­um sem gild­andi lög kveða á um.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert