Stolið fyrir framan myndavélar

Þjófnaður í verslunum er orðin plága á Íslandi sem kostar verslunina átta milljarða á ári. Kostnaðurinn skilar sér beint í vöruverðið. Lögreglan er ráðþrota en hún hefur ekki mannafla til að sinna slíkum málum. Þjófarnir eru á öllum aldri eins og þessi myndskeið úr öryggismyndavélum verslanna sýna. Allir eiga þeir þó sameiginlegt að vera flóttalegir.

Verslanir búa yfir ókjörum af slíkum myndskeiðum af fólki að stela en strangar reglur gilda um birtingu þeirra. Það er hætt við því að þjófarnir færu öðruvísi að ef þeim væri kunnugt að óþreytandi auga myndavélarinnar skrásetti allt sem þeir gerðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert