Umsvifamikill fjárfestir í Grundarfirði

Veitingahúsið Krákan
Veitingahúsið Krákan

Sveinn Friðfinnsson, sem sagður er tengist fjársvikamáli í Svíþjóð, hefur dvalið langdvölum að undanförnu á æskuslóðum sínum í Grundarfirði. Þar hefur hann keypt nokkrar fasteignir að undanförnu. Í frétt sænska blaðsins Dagens Industri í gær segir að lögregla í Svíþjóð rannsaki nú mál Sveins en að sögn Smára Sigurðssonar hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur ekki verið haft samband við deildina vegna málsins og því engin mál tengd Sveini í rannsókn hjá lögreglu á Íslandi.

Ýmsum sögum fer af umsvifum Sveins í gegnum tíðina og þekkja Grundfirðingar vel til hans og verkefna sem hann hefur komið að. Spanna þau vítt svið, allt frá fiskeldisafurðum til byggingaframkvæmda. Eitt fyrirtækjanna kom að smíði sumarbústaða en síðar stofnaði hann annað fyrirtæki sem meðal annars sá um smíði og breytingar á bæði verslunar- og hótelhúsnæði í Reykjavík.

Samkvæmt heimildum mbl.is vakti það athygli meðal gesta í brúðkaupi bróður Sveins í Þingvallakirkju í byrjun janúar að Sveinn mætti með tvo lífverði sér við hlið í brúðkaupið. Minnti þetta helst á atriði í kvikmynd en á Sveinn að hafa sagt að hann væri í viðskiptum í Frakklandi og þar þyrftu allir í viðskiptalífinu að vera með lífverði í vinnu.

Meðal eigna Sveins í Grundarfirði er veitingahúsið Krákan en auk þess hefur hann keypt fleiri eignir í Grundarfirði. Hann hafi einnig sýnt mikinn rausnarskap á bæjarhátíðinni í Grundarfirði í sumar og fjármagnað komu skemmtikrafta á hátíðina.

Á vef sænska dagblaðsins Dagens Industri kemur fram að hann er talinn vera stofnandi fjárfestingafyrirtækisins Select Invest Offshore sem stundaði gjaldeyrisviðskipti. Þar kemur fram að fjárfestar óttist að hafa tapað hundruðum milljóna sænskra króna sem samsvarar milljörðum íslenskra króna.

Á vefsíðunni Zierra.net geti þeir fylgst með fjárfestingum sínum en þeir hafa engan arð fengið.

Á vef Dagens Industri kemur fram að Zierra.net hafi verið skráð í skattaskjól og að einn eigenda þess hafi áður verið tengdur við pýramídasvindl. Í raun hafi viðskiptahugmyndin á bak við gjaldeyrisviðskiptin verið of góð til þess að geta verið sönn. Að upphafleg fjárhæð hafi átt að geta sex- eða sjöfaldast á innan við ári. Eitthvað sem ekki eigi að vera fræðilega mögulegt.


Grundargata 41
Grundargata 41
Grundargata 27
Grundargata 27
Borgarbraut 5
Borgarbraut 5
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert