Vanskil aukast hratt

Flestir þeirra sem eru á vanskilaskrá og Creditinfo telur líklegt …
Flestir þeirra sem eru á vanskilaskrá og Creditinfo telur líklegt að lendi þar á næstunni eru frá 30 ára og upp í 49 ára og með börn á framfæri sínu. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Einstaklingum sem eru á vanskilaskrá hefur fjölgað hratt frá bankahruninu. Þeim mun hins vegar fjölga enn hraðar á næstu tólf mánuðum verði ekkert að gert, samkvæmt spálíkani Creditinfo. Flestir þeirra sem eru á vanskilaskrá og Creditinfo telur líklegt að lendi þar á næstunni eru frá 30 ára og upp í 49 ára og með börn á framfæri sínu.

Hákon Stefánsson, starfandi stjórnarformaður Creditinfo á Íslandi, segir að það sé gagnslaust að taka skuldastöðu einstaklinga á tilteknum tímapunkti, líkt og Seðlabankinn hafi gert, og nota það við ákvörðun á afskriftum á skuldum. „Þegar til stendur að færa niður skuldir fólks þá lýtur slíkt að greiðslugetu þess í framtíðinni.“

Magnús Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, segir að það sé ekki eftir neinu að bíða með að grípa til aðgerða fyrir þann hóp heimila sem kominn er í alvarleg greiðsluvandræði. „Við hjá ASÍ höfum lagt áherslu á að þau úrræði sem gripið verður til séu auðveld í framkvæmd, aðgengileg, fljótvirk og tryggi að skuldir verði skornar niður eða þeim skuldbreytt þannig að þær verði greiðanlegar í fyrirsjáanlegri framtíð. Þetta verður ekki gert öðruvísi en að taka gildandi löggjöf og breyta henni þannig að hún verði skuldaramiðuð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka