Aðeins hægt að breyta Icesave-lögum á Alþingi

Þing­flokk­ur fram­sókn­ar­manna seg­ir í álykt­un, að ef full­trú­ar Breta og Hol­lend­inga sætti sig ekki að hluta eða í heild við lög um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna, fell­ur ábyrgðin úr gildi og þeir fyr­ir­var­ar sem við hana eru. Þetta kem­ur fram í lög­un­um sjálf­um.

Þing­flokk­ur­inn árétt­ar einnig í álykt­un, að ein­ung­is sé hægt að breyta lög­um á vett­vangi Alþing­is. All­ar breyt­ing­ar á for­send­um rík­is­ábyrgðar­inn­ar felli hana einnig úr gildi.

„Þing­flokk­ur­inn ít­rek­ar þá skoðun sína að far­sæl­ast sé fyr­ir þjóðina og lykt­ir þessa máls að samið sé að nýju við Breta og Hol­lend­inga enda samn­ing­arn­ir óaðgengi­leg­ir og mik­ill vafi á að al­menn­ingi beri að greiða þess­ar skuld­ir. Þing­flokk­ur­inn tel­ur grund­vall­ar­atriði að fær­ustu sér­fræðing­ar þjóðar­inn­ar og á alþjóðavísu leiði nýj­ar samn­ingaviðræður.

Enn á ný ein­kenn­ist mála­til­búnaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar af leynd­ar­hjúp og pukri. Þing­flokk­ur fram­sókn­ar­manna hafn­ar slík­um vinnu­brögðum og krefst þess að meint til­boð Breta og Hol­lend­inga verði gert op­in­bert nú þegar.

Loks ít­rek­ar þing­flokk­ur fram­sókn­ar­manna mik­il­vægi þess að rík­is­stjórn Íslands fari op­in­ber­lega fram á skýr­ing­ar á þeim óeðli­lega drætti sem orðið hef­ur á af­greiðslu mál­efna Íslands hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum," seg­ir í álykt­un flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert