„Erum tæknilega gjaldþrota“

„Ég held að óhætt sé að full­yrða að fjár­hags­staðan sé hlut­falls­lega hvergi verri en hjá bæj­ar­sjóði Álfta­ness. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar nema á sjötta millj­arði króna eða sex- til sjö­föld­um árs­tekj­um. Við erum í raun tækni­lega gjaldþrota. Fjár­hags­ástand bæj­ar­sjóðs er með þeim hætti að við þurf­um á gjör­gæslu eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar að halda. Ég segi að við eig­um að hafa frum­kvæði að slíkri íhlut­un nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir Guðmund­ur G. Gunn­ars­son, odd­viti sjálf­stæðismanna í bæj­ar­stjórn Álfta­ness.

Bæj­ar­ráð Álfta­ness vísaði í gær frá til­lögu hans þess efn­is að nú þegar verði leitað til eft­ir­lits­nefnd­ar um fjár­mál sveit­ar­fé­laga.

Skuld­irn­ar hlaðast upp

Bæj­ar­ráð ræddi m.a. fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins á mikl­um átaka­fundi sem stóð í hálfa sjöttu klukku­stund í gær. Fjár­mála­stjóri bæj­ar­ins gerði grein fyr­ir stöðunni og mynd­in sem dreg­in var upp af stöðunni er væg­ast sagt dökk. Skuld­irn­ar nema nú að minnsta kosti sex millj­örðum króna og lausa­fjárstaða sveit­ar­fé­lags­ins er mjög erfið.

Um 2.500 manns búa í sveit­ar­fé­lag­inu. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi síðasta árs var sveit­ar­fé­lagið rekið með 832 millj­óna króna halla en velt­an var 1.160 millj­ón­ir króna. Áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir tæp­lega 300 millj­óna króna halla. Eigið fé sveit­ar­fé­lags­ins í árs­lok 2008 var nei­kvætt um 126 millj­ón­ir króna sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi. Og staðan hef­ur síður en svo skánað.

Fast­ar skuld­ir eru nú um 2.500 millj­ón­ir króna. Skuld­bind­ing­ar vegna 30 ára leigu­samn­ings við Eign­ar­halds­fé­lagið Fast­eign vegna nýrr­ar sund­laug­ar sem fé­lagið byggði en sveit­ar­fé­lagið leig­ir, nema nú 2.500 millj­ón­um króna. Að auki var sveit­ar­fé­lagið í júní og júlí á þessu ári, skuld­bundið fyr­ir hátt í einn millj­arð króna, vegna fram­kvæmda á svo­kölluðu miðsvæði í sveit­ar­fé­lag­inu og leigu­skuld­bind­inga. Þá er viðbúið að tekj­ur drag­ast sam­an frá fyrra ári, verða um eða inn­an við einn millj­arður króna. Greiðslu­staðan versn­ar því enn.

Ávirðing­ar um ranga upp­lýs­inga­gjöf

Í bók­un Mar­grét­ar Jóns­dótt­ur, óháðs bæj­ar­full­trúa og for­manns bæj­ar­ráðs seg­ir að minn­is­blað ásamt sjóðstreym­isáætl­un sem lagt var fram á fundi bæj­ar­ráðs 27. ág­úst sl. hafi aug­ljós­lega ekki gefið rétta mynd af stöðu bæj­ar­sjóðs.

„Ámæl­is­vert er að slík­ar upp­lýs­ing­ar skuli hafa verið lagðar fram fyr­ir nokkr­um dög­um sem reynd­ust ekki rétt­ar. Staða bæj­ar­sjóðs er mjög slæm og það er mjög mik­il­vægt fyr­ir alla bæj­ar­full­trúa að hafa rétt­ar upp­lýs­ing­ar í hönd­um til þess að geta tekið upp­lýsta ákvörðun um fjár­hag sveit­ar­fé­lags­ins,“ seg­ir í bók­un Mar­grét­ar.

Und­ir hana tók odd­viti sjálf­stæðimanna.

Sig­urður Magnús­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og bæj­ar­full­trúi Á-lista mót­mælti því sem hann kallaði aðdrótt­an­ir fyrr­ver­andi fé­laga síns í Á-list­an­um. Sig­urður sagði fjár­streym­isáætlan­ir unn­ar af fjár­mála­stjóra og staða í rekstri og fjár­mál­um sveit­ar­fé­lags­ins ætti ekki að koma á óvart.

Hátt í 30 bók­an­ir eru færðar í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðsfund­ar­ins. Flest­ar um fjár­hags­stöðuna og end­ur­spegla bók­an­irn­ar þau harka­legu og per­sónu­legu átök sem verið hafa í bæj­ar­stjórn Álfta­ness und­an­far­in miss­eri.

Vill und­ir Eft­ir­lits­nefnd 

Starf­andi bæj­ar­stjóri skýrði frá því á fundi bæj­ar­ráðs í gær að hann hefði ásamt fjár­mála­stjóra Álfta­nes­bæj­ar, þingað með starfs­manni Eft­ir­lits­nefnd­ar um fjár­mál sveit­ar­fé­laga og skrif­stofu­stjóra sveit­ar­stjórn­ar­skrif­stofu Sam­gönguráðuneyt­is­ins.

Odd­viti sjálf­stæðismanna í bæj­ar­stjórn lagði í gær fram til­lögu þess efn­is að í ljósi mjög erfiðrar stöðu bæj­ar­sjóðs, verði nú þegar leitað eft­ir fundi bæj­ar­stjórn­ar með Eft­ir­lits­nefnd um fjár­mál sveit­ar­fé­laga. Mark­mið fund­ar­ins yrði að fá ráðgjöf um leiðir í erfiðri stöðu. Til­lög­unni var vísað frá með at­kvæðum Mar­grét­ar Jóns­dótt­ur, óháðs bæj­ar­full­trúa og for­manns bæj­ar­ráðs og Sig­urðar Magnús­son­ar bæj­ar­full­trúa Á-lista og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra.

„Ég var mjög óhress með að formaður bæj­ar­ráðs skyldi ekki greiða at­kvæði með til­lög­unni. Ég vil meina að við séum kom­in á gjör­gæslu­stig, það á bara eft­ir að koma og til­kynna okk­ur það. Við eig­um að hafa frum­kvæðið, það þarf að taka af okk­ur fjár­ráðin. Við ráðum ein­fald­lega ekki við þetta og þurf­um á aðstoð að halda,“ seg­ir Guðmund­ur G. Gunn­ars­son, odd­viti sjálf­stæðismanna.

Sam­kvæmt 12. grein reglu­gerðar um eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga ber sveit­ar­stjórn að gera nefnd­inni viðvart ef sveit­ar­fé­lag kemst í fjárþröng þannig að sveit­ar­stjórn tel­ur sér eigi unnt að standa í skil­um. Ákvörðun um slíka til­kynn­ingu til eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar á að taka eft­ir tvær umræður í sveit­ar­stjórn.

Vef­ur Álfta­nes­bæj­ar

Í byrjun árs 2007 seldi Álftanes íþróttamannvirki sín ásamt lóð …
Í byrj­un árs 2007 seldi Álfta­nes íþrótta­mann­virki sín ásamt lóð Eign­ar­halds­fé­lag­inu Fast­eign hf. fyr­ir 785,7 millj.kr. og gerði við fé­lagið fram­kvæmda-og leigu­samn­ing um íþrótta­hús og sund­laug til 30ára. Sam­hliða þeim samn­ingi keypti sveit­ar­fé­lagið hluta­fé í Eign­ar­halds­fé­lag­inu Fast­eign hf. að fjár­hæð 394,6 millj.kr. 55% leigu­samn­ings Álfta­ness við Fast­eign er bund­inn gengi og hafa upp­hæðir því hækkað um­tals­vert.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert