Farið verði fram á skýringar AGS

Icesave
Icesave

 

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að rík­is­stjórn­in verði að fara op­in­ber­lega fram á það við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn að hann út­skýri hvers vegna það drag­ist svo lengi að taka mál Íslands fyr­ir.

Fram hef­ur komið hjá fjár­málaráðherra að lána­mál Íslands og Ices­a­ve hangi á sömu spýt­unni. Sig­mund­ur Davíð seg­ir að full­trúi AGS hafi full­yrt við nefnd­ir þings­ins að svo sé ekki og þetta þurfi að fá á hreint.

Sig­mund­ur Davíð seg­ir ljóst að samþykki Bret­ar og Hol­lend­ing­ar ekki Ices­a­ve-samn­ing­inn sé hann fall­inn. „Það er ekki hægt að breyta ein­hliða því sem Alþingi samþykkti,“ seg­ir hann og því þurfi að taka málið upp á ný. „Við erum á byrj­un­ar­reit en það er ekki alslæmt vegna þess að aðstæður eru allt aðrar núna í Evr­ópu og í heim­in­um held­ur en við vor­um í þegar við vor­um síðast á byrj­un­ar­reit.“

Vilja lengri ábyrgð

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son,fjár­málaráðherra, segja að að hug­mynd­ir Breta og Hol­lend­inga í sam­bandi við fyr­ir­vara Alþing­is í Ices­a­ve-mál­inu séu já­kvæðar.um væri að ræða sam­eig­in­leg­ar hug­mynd­ir Breta og Hol­lend­inga en vildu ekki ræða þær efn­is­lega þar sem óskað hefði verið eft­ir trúnaði um þær.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins og annarra fjöl­miðla leggja Bret­ar og Hol­lend­ing­ar meðal ann­ars til að rík­is­ábyrgðin, sem á að falla niður 2024, verði fram­lengd um allt að 16 ár eða til árs­ins 2040.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, áréttaði að það stæðist ekki lög að samþykkja breyt­ing­ar án þess að taka málið aft­ur fyr­ir á þingi. Hösk­uld­ur Þór­halls­son, full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í fjár­laga­nefnd, tók í sama streng og sagði að sættu viðsemj­end­ur sig ekki við fyr­ir­var­ana væru samn­ing­arn­ir falln­ir.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert