Farið verði fram á skýringar AGS

Icesave
Icesave

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin verði að fara opinberlega fram á það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann útskýri hvers vegna það dragist svo lengi að taka mál Íslands fyrir.

Fram hefur komið hjá fjármálaráðherra að lánamál Íslands og Icesave hangi á sömu spýtunni. Sigmundur Davíð segir að fulltrúi AGS hafi fullyrt við nefndir þingsins að svo sé ekki og þetta þurfi að fá á hreint.

Sigmundur Davíð segir ljóst að samþykki Bretar og Hollendingar ekki Icesave-samninginn sé hann fallinn. „Það er ekki hægt að breyta einhliða því sem Alþingi samþykkti,“ segir hann og því þurfi að taka málið upp á ný. „Við erum á byrjunarreit en það er ekki alslæmt vegna þess að aðstæður eru allt aðrar núna í Evrópu og í heiminum heldur en við vorum í þegar við vorum síðast á byrjunarreit.“

Vilja lengri ábyrgð

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon,fjármálaráðherra, segja að að hugmyndir Breta og Hollendinga í sambandi við fyrirvara Alþingis í Icesave-málinu séu jákvæðar.um væri að ræða sameiginlegar hugmyndir Breta og Hollendinga en vildu ekki ræða þær efnislega þar sem óskað hefði verið eftir trúnaði um þær.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins og annarra fjölmiðla leggja Bretar og Hollendingar meðal annars til að ríkisábyrgðin, sem á að falla niður 2024, verði framlengd um allt að 16 ár eða til ársins 2040.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í gærkvöldi að höfnun á fyrirvörunum fæli í sér að ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna tæki ekki gildi. Ekki kæmi til greina að hverfa frá samþykktum fyrirvörum vegna ríkisábyrgðarinnar og ríkisstjórnin hefði ekki heimild til þess að víkja frá þeim skýru fyrirvörum sem gildandi lög kvæðu á um.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði að það stæðist ekki lög að samþykkja breytingar án þess að taka málið aftur fyrir á þingi. Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, tók í sama streng og sagði að sættu viðsemjendur sig ekki við fyrirvarana væru samningarnir fallnir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert