Fólk er að missa tökin

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Ein­stak­ling­um á van­skila­skrá á Norður­landi eystra mun hlut­falls­lega fjölga mest á land­inu á næstu tólf mánuðum, verði ekk­ert að gert, sam­kvæmt spálíkani fyr­ir­tæk­is­ins Cred­it­in­fo.

„Ég skynja vand­ann á okk­ar svæði hins veg­ar þannig að hann sé hægt og síg­andi að aukast, vegna þess að ekk­ert er verið að gera til að hjálpa venju­legu fólki. Það held ég að skýri þessa miklu aukn­ingu sem spáð er hér. Fólk stóð nokkuð vel en venju­legt fólk er hins veg­ar að missa tök­in á hlut­un­um,“ seg­ir Björn Snæ­björns­son, formaður verka­lýðsfé­lags­ins Ein­ing­ar-Iðju.

Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, seg­ir að aðgerðir til aðstoðar heim­il­un­um í land­inu vegna greiðslu­erfiðleika þeirra, sem unnið er að, eigi ekki ein­ung­is að ná til þeirra sem eru nú í van­skil­um, held­ur einnig til þeirra sem eiga á hættu að lenda í þeirri stöðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert