Fólk er að missa tökin

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Einstaklingum á vanskilaskrá á Norðurlandi eystra mun hlutfallslega fjölga mest á landinu á næstu tólf mánuðum, verði ekkert að gert, samkvæmt spálíkani fyrirtækisins Creditinfo.

„Ég skynja vandann á okkar svæði hins vegar þannig að hann sé hægt og sígandi að aukast, vegna þess að ekkert er verið að gera til að hjálpa venjulegu fólki. Það held ég að skýri þessa miklu aukningu sem spáð er hér. Fólk stóð nokkuð vel en venjulegt fólk er hins vegar að missa tökin á hlutunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að aðgerðir til aðstoðar heimilunum í landinu vegna greiðsluerfiðleika þeirra, sem unnið er að, eigi ekki einungis að ná til þeirra sem eru nú í vanskilum, heldur einnig til þeirra sem eiga á hættu að lenda í þeirri stöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert