Hafna því að hafa rofið trúnað

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rofið trúnað, líkt og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra hafi borið honum á brýn varðandi viðbrögð  Breta og Hollendinga í Icesave-málinu.

 Eru yfirlýsingar forsætisráðherra í  fjölmiðlum í kvöld sagðar í  senn ósannar og ómerkilegar. Þau orð forsætisráðherra að atburðarrásin yrði til þess að endurskoða þyrfti samskiptin við stjórnarandstöðuna og að halda því fram að meira samráð hefði verið haft af hálfu ríkisstjórnarinnar en dæmi væru um, væru  furðulegur málflutningur.

 Segir í yfirlýsingunni að Ríkisstjórnin hafi ekki fylgt þeirri leið samráðs og samstarfs sem hún ræddi um fyrr á árinu, heldur hafi helst leitað eftir samstarfi þegar  hún hafi misst stjórn á atburðarrásinni og hafi ekki getað lokið þeim málum sem hún hafði skuldbundið sig til að ljúka. Er Icesave-málið sagt gleggsta dæmið um það.

 Þingflokkurinn telur að túlka megi yfirlýsingu forsætisráðherra sem hótun af hennar hálfu og vísbendingu um að mál verði til lykta leidd með átökum, en ekki samstarfi. Því verði að sjálfsögðu mætt eins og tilefni er til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert