Hreyfingin verður til

Frá blaðamannafundi þingmanna Borgarahreyfingarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi þingmanna Borgarahreyfingarinnar í dag. mbl.is/Ómar

Þrír þing­menn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar og tveir varaþing­menn hafa komið sér sam­an um stofn­un nýrr­ar hreyf­ing­ar und­ir heit­inu Hreyf­ing­in. Þau Birgitta Jóns­dótt­ir, Mar­grét Tryggva­dótt­ir og Þór Sa­ari kynntu þetta á blaðamanna­fundi í dag.

Eft­ir þetta er eng­inn eft­ir í þing­manna­hópi Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar þar sem Þrá­inn Bertels­son sagði sig frá Borg­ara­hreyf­ing­unni í sum­ar vegna ágrein­ings við aðra þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu frá hópi fólks sem stend­ur að stofn­un Hreyf­ing­ar­inn­ar kem­ur fram að mark­mið nýrr­ar hreyf­ing­ar sé að fram­fylgja upp­runa­legri stefnu­skrá Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar og veita grasrót­ar­hreyf­ing­um rödd á Alþingi. Hóp­ur­inn mun inn­an skamms leggja fram samþykkt­ir sem miða að því að lág­marka miðstýr­ingu og opna fleiri en skráðum meðlim­um þátt­töku, enda verði ekki haldið sér­stak­lega um fé­laga­skrá.

Álykt­un frá þing­hópi Hreyf­ing­ar­inn­ar

„Þing­hóp­ur Hreyf­ing­ar­inn­ar hafn­ar al­farið til­raun­um Breta og Hol­lend­inga til að reyna að hafa áhrif á þá fyr­ir­vara sem Alþingi setti við rík­is­ábyrgðina vegna Ices­a­ve skuld­bind­ing­ana. Krafa Breta og Hol­lend­inga ger­ir þá efna­hags­legu fyr­ir­vara sem þver­póli­tísk sátt náðist um á Alþingi að engu og set­ur málið á byrj­un­ar­reit.

Þing­hóp­ur­inn átel­ur einnig rík­is­stjórn­ina fyr­ir þann blekk­ing­ar­leik sem felst í því að kynna af­stöðu Breta og Hol­lend­inga sem já­kvætt inn­legg í málið þegar staðreynd­in er sú að krafa þeirra kipp­ir al­ger­lega fót­un­um und­an þeim efna­hags­legu fyr­ir­vör­um sem rík­is­ábyrgðin bygg­ir á."

Sjá nán­ari upp­lýs­ing­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert